Alþingi 2005

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Alþingi 2005

Kaupa Í körfu

ÞINGMENN lýstu yfir miklum áhyggjum af aukinni lyfjanotkun barna í umræðum á Alþingi í gær. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tók undir þær áhyggjuraddir. "Ég deili þeim áhyggjum sem þeir [þingmennirnir] hafa af þessari þróun," sagði hann. Ráðherra tók þó fram að lyf gætu verið nauðsynleg í mörgum tilfellum. "En ég vildi beina því til fólks almennt að vera á verði í þessum efnum." Hann sagði ennfremur að innan ráðuneytisins væri vilji til þess að efla sálfræðiþjónustuna í gegnum heilsugæsluna. "Við höfum eflt hana eftir því sem við höfum haft fjárhagsramma til." MYNDATEXTI: Alþingismenn eru önnum kafnir þessa dagana enda styttist í að þingstörfum ljúki í vor. Í dag hefst þingfundur kl. hálfellefu og eru 24 mál skráð á dagskrá þingsins, m.a. umræða um samkeppnismál.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar