Jón Karlsson

Jón Karlsson

Kaupa Í körfu

Vinnubrögð þurfa að vera markvissari og æfingarnar betur skipulagðar til að byrjendur, og þeir sem eru aðeins lengra á veg komnir, verðir fljótari að ná góðum tökum á golfíþróttinni og auka þannig árangurinn," segir Jón Karlsson PGA-golfkennari en hann og Kristín Einarsdóttir, eiginkona hans, hafa sett á laggirnar golfkennsluvef, þar sem kylfingar geta fengið ráðleggingar frá sérfræðingum um flest allt sem snýr að golfíþróttinni, með því að kaupa áskrift að vefnum í 6 eða 12 mánuði. "Hugmyndin að vefnum www.draumagolf.is kviknaði hjá mér og eiginkonu minni þegar við fórum að velta fyrir okkur leiðum til að veita þeim kylfingum, sem vilja bæta sinn leik, betri aðstoð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar