Hængsmót

Kristján Kristjánsson

Hængsmót

Kaupa Í körfu

Það var mikið um að vera í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina en þar fór fram hið árlega Hængsmót, sem er opið íþróttamót fyrir fatlaða. Rúmlega 200 keppendur frá 12 félögum víðs vegar um landið voru mættir til leiks. Keppt var í boccía, borðtennis og lyftingum en mótinu lauk með glæsilegu lokahófi og verðlaunaafhendingu á laugardagskvöld. Það er Lionsklúbburinn Hængur sem stendur fyrir mótinu og sjá klúbbfélagar einnig að mestu leyti um alla dómgæslu. Einn þeirra er Ólafur Ólafsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra, sem stundar því einnig dómarastörf í frítíma sínum. MYNDATEXTI: Ólafur Ólafsson mælir hvor er nær hvíta boltanum, rauður bolti eða blár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar