Helgistund í Ísafjarðarkirkju

Halldór Sveinbjörnsson.

Helgistund í Ísafjarðarkirkju

Kaupa Í körfu

Félag um menningarfjölbreytni Ísafirði-Fjölþjóðleg helgistund var haldin í Ísafjarðarkirkju á sunnudaginn í tilefni af alþjóðatrúarbragðadeginum. Það voru Rætur, hið nýstofnaða félag áhugafólks um menningarfjölbreytni, sem höfðu frumkvæði að því að haldið yrði upp á daginn að þessu sinni. Samkoma af þessu tagi í Ísafjarðarkirkju árið 1992 er talin marka upphafið að fjölþjóðlegu menningarlegu starfi á Vestfjörðum. MYNDATEXTI: Tvær nunnur, önnur frá Filippseyjum og hin frá Póllandi, notuðu kassa til að hlaða vegg sem var táknrænn fyrir þann múr sem oft er milli einstaklinga þjóða og trúarbragða. Einn þáttur helgistundarinnar fólst í að taka vegginn niður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar