Mikligarður

Mikligarður

Kaupa Í körfu

Veitingarekstur í endurbyggðum Miklagarði er nýjasta viðbótin í menningarlegum miðkjarna Eyrarbakka Eyrarbakki | "Þetta er gott hús og greinilegt er að ekki var tjaldað til einnar nætur þegar það var reist árið 1919. Húsið ber með sér mikla drauma eins og nafnið Mikligarður ber með sér," segja veitingamennirnir Pétur Andrésson og Ingi Þór Jónsson sem opna síðdegis í dag veitingastaðinn Rauða húsið í nýuppgerðum Miklagarði á Eyrarbakka. Mikligarður er einn meginstofninn í menningarlegum miðkjarna á Eyrarbakka. Eyrarbakkakirkja stendur næst Miklagarði og Húsið með Byggðasafni Árnesinga er gegnt aðalinngangi inn í veitingastaðinn Rauða húsið. Allt um kring eru síðan gömlu vinalegu húsin á Bakkanum sem geyma sína sögu. MYNDATEXTI: Pétur og Ingi Þór framan við Rauða húsið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar