Ransu

Jim Smart

Ransu

Kaupa Í körfu

JKB Ransu hefur opnað sýningu í Safni, annarri hæð. Hann sýnir þar ný málverk í þriðja hluta sýningarinnar "Virðingarvottur til staðgengilsins" er nefnist "Líkingarsaga skynjunar". Ransu hefur að undanförnu haldið sýningar á Ísafirði, Akureyri og nú í Reykjavík sem tengjast innbyrðis og eru sprottnar annars vegar úr kvikmynd Cohen bræðra, The Hudsucker Proxy en hins vegar Gestalt sálfræði eða skynheildarsálfræði. "Málverkin í Safni láta lítið yfir sér en fara með áhorfandann á mikið flug dveljist hann með þeim dálitla stund. Litir og form valda einhvers konar skynvillu sem um leið tengist skemmtilegum vangaveltum um takmörkun geometrísks og mínimalísks myndmáls," segir í kynningu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar