Borgarísjaki

Kristján Kristjánsson

Borgarísjaki

Kaupa Í körfu

Þetta er algjört listaverk, sagði Árni Halldórsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Níelsi Jónssyni EA á Hauganesi, þegar hann kom að gríðarstórum borgarísjaka í mynni Eyjafjarðar síðdegis á laugardag. Árni sigldi með ljósmyndara Morgunblaðsins á staðinn en jakinn var þá rétt norðan og austan við Hrólfssker. Jakinn er með tveimur myndarlegum strýtum og er sú hærri um 40 metrar á hæð. Nokkuð hafði brotnað úr borgarísjakanum og voru litlir jakar í kringum hann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar