Háls- og bakdeild St. Franciskusspítala

Ragnar Axelsson

Háls- og bakdeild St. Franciskusspítala

Kaupa Í körfu

HÁLS- og bakdeild St. Franciskusspítala í Stykkishólmi hefur verið boðin þátttaka í fjölþjóðlegu verkefni á vegum Evrópuráðsins, þar sem farið verður yfir menntun og þjálfun fagfólks á sviði greiningar og meðferðar kvilla í hreyfikerfinu og reynt að samhæfa hana og endurskipuleggja í samræmi við fyrirliggjandi vísindi. Það eru sextán stofnanir í 13 Evrópulöndum, sem ætlunin er að taki þátt í verkefninu. Háls- og bakdeildinni í Stykkishólmi var komið á fót 1992 af Luciu de Korte sjúkraþjálfara, og Jósepi Ó. Blöndal sjúkrahússlækni. Á deildinni, sem er fimm daga deild, eru 13 rúm og meðallegutími er 11 dagar. | 26 MYNDATEXTI: Algleymi augnabliksins. Myndin var tekin í vatnsæfingatíma í innisundlauginni í Stykkishólmi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar