Álftir og hreindýr

Álftir og hreindýr

Kaupa Í körfu

Álftafjörður | Hópur hreindýra hraktist út í sjó undan bifreiðum sem komu akandi eftir veginum við Geithella í Álftafirði á dögunum. Þau létu sig hafa það að ösla á haf út, en sem betur fer var aðgrunnt og tók sjórinn þeim aðeins í kvið. Er bifreiðarnar voru horfnar sjónum sneru dýrin frá villu síns vegar og skakklöppuðust í land. Annars eru hreindýr ágætlega synd og hefur þeim m.a. verið sundriðið yfir jökulár, í það minnsta í skáldverkum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar