Táveggur

Táveggur

Kaupa Í körfu

Kárahnjúkastífal tekur sífellt á sig meiri og skýrari mynd. Alls 115.000 rúmmetrar hafa bæst við á síðustu dögum og þar með eru yfir 40% fyllingarefnis komin í stífluna. Starfsmönnum Impregilo hefur tekist að ljúka við að steypa svonefndan távegg stíflunnar, en í hann fóru um 50.000 rúmmetrar af steypu. Það magn myndi duga til að steypa um 400 einbýlishús, segir á vef Kárahnjúkavirkjunar, en veggurinn er 120 metra langur, um 40 metra hár og 20 metra breiður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar