Svana Helen Björnsdóttir

Þorkell Þorkelsson

Svana Helen Björnsdóttir

Kaupa Í körfu

Sjö íslensk fyrirtæki hafa á undanförnu misseri tekið þátt í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur, sem Útflutningsráð Íslands stóð að í fimmtánda sinn. Þetta er verkefni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa hug á að hefja útflutning eða festa í sessi útflutning sem þegar er hafinn. Veitt eru verðlaun fyrir bestu markaðsáætlunina en þau hlaut að þessu sinni fyrirtækið Stiki sem sérhæfir sig í verndun upplýsinga og er samkvæmt tilkynningu frá Útflutningsráði "leiðandi í ráðgjöf og lausnum sem byggjast á öryggi upplýsinga". Verkefni Stika fólst í að leita markaða fyrir eina af afurðum sínum. MYNDATEXTI: Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika, með viðurkenninguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar