Carsten Höller

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Carsten Höller

Kaupa Í körfu

Verkið er einskonar göng með innbyggðri fjarvíddarvillu byggð úr einangrunarplasti og hengd í loftið þannig að þau svífa rétt yfir yfirborði gólfsins og fara á hreyfingu við minnstu snertingu. Áhorfandinn verður fyrir tvenns konar skyntruflunum fyrir vikið, bæði hvað varðar lengd ganganna og vegna hreyfingarinnar sem valda ekki ósvipaðri skynvillu og menn verða fyrir þegar þeir eru ekki vissir um hvort báturinn hreyfist eða bryggjan og áhrifin ekki ólík vægri sjóriðu. Carsten Höller lagði stund á nám í landbúnaðarfræðum með atferli skordýra sem sérgrein, en í framhaldi af því fór hann að skapa myndlist. MYNDATEXTI: Verk Carsten Höller.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar