Forystuær með þrjú lömb
Kaupa Í körfu
Hrunamannahreppur | Sauðburði er að ljúka í Hrunamannahreppi og hefur gengið vel. Frjósemi stofnsins er orðin mikil. Að þessu sinni hefur sauðburðurinn útheimt meiri vinnu og kostnað en endranær enda þurft að gefa lambfé að mestu fram að þessu. Þó kalt hafi verið hefur verið hægt að setja lambær út og gefa úti en alls staðar eru næg hey enda afburðaheyskaparsumar í fyrra. Nokkrir sauðfjárbændur rækta enn forystufé, oft eina til þrjár kindur sér til gamans. Þetta er afar sérstakur sauðfjárstofn sem hvergi er til í heiminum nema hér á landi. Allar hreinræktaðar forystukindur eru hyrndar og mislitar. Forystuærin Blesa í eigu Eiríks Kristóferssonar á Grafarbakka bar nýlega þremur arnhöfðóttum, blesóttum hrútum með hvíta leista eða sokka. Eiríkur ætlar að vana einn þeirra og koma sér upp vaninhyrndum forystusauð. Þá eru hornin látin vaxa sérstaklega. Góðir forystusauðir þóttu gersemi á fyrri tíð þegar halda þurfti sauðfé til beitar svo sem var gert um aldir og spara þurfti hvert strá.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir