Jón Páll Eyjólfsson

Jón Páll Eyjólfsson

Kaupa Í körfu

Það eru fimm ár síðan hann útskrifaðist frá breskum leiklistarskóla "vegna þess að ég fékk ekki inngöngu í leiklistarskólann hér heima", segir hann feimnislaust. Síðan hefur hann starfað sem leikari en það eru leikstjórnarverkefni hans sem eru að gera allt vitlaust í íslenska leikhúsheiminum um þessar mundir. Kannski ekki að furða. Leiksýningum Jóns Páls Eyjólfssonar hefur verið lýst sem ádeiluleikhúsi, þar sem umfjöllunarefnið er nútíminn og allar hans furður: raunveruleikasjónvarpið, Íraksstríðið, tískan, Kárahnjúkar, kennaraverkfall, samráð olíufélaganna, fjölmiðlafrumvarp, frægðarþrá... og svo mætti lengi telja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar