Sellófan saga hlutanna

Sellófan saga hlutanna

Kaupa Í körfu

Sellófan er sem kunnugt er þunn, gagnsæ og vatnsheld hlífðarfilma, gjarnan notuð við innpökkun af ýmsum toga. Vinsælt er að slá sellófani utan um blómvendi, en einnig hvers kyns aðra gjafavöru, bækur og annan varning. Sá er talinn er hafa fundið upp sellófan var svissneskur efnafræðingur að nafni Jacques Edwin Brandenberger. Hugmynd hans upphaflega, árið 1908, var að bræða sellófan á tau til þess að búa til vatnshelt fataefni, en efnið atarna reyndist stökkt og lítt nothæft. Sellófanið reyndist hins vegar prýðilega eitt og sér til innpökkunar. Efnafræðingar hjá fyrirtækinu Dupont, sem síðar keypti einkaleyfi á framleiðslu sellófans, gerðu efnið vatnshelt árið 1927, að því er fram kemur á vefsíðunni enchantedlearning.com.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar