Til minningar um Þórð Willard

Þorkell Þorkelsson

Til minningar um Þórð Willard

Kaupa Í körfu

Sólarhringsmaraþoni til styrktar minningarsjóði Þórðar Willard lauk í fyrrkvöld í íþróttahúsinu við Dalveg í Grafarvogi. Þórður fyrirfór sér í apríl í fyrra en vinir hans og ættingjar stofnuðu sjóðinn til minningar um hann. Að sögn Birnu Willard, eldri systur Þórðar, ætlar stjórn sjóðsins að beita sér í forvarnarstarfi gegn þunglyndi í framtíðinni. Enn sem komið er hefur engu fé verið ráðstafað úr sjóðnum en í fyrra safnaðist hátt í milljón króna í körfuboltamaraþoni. Þórður var sjálfur í unglingalandsliðinu í körfubolta en að sögn Birnu tóku félagar hans þaðan þátt í maraþoninu í ár líkt og í fyrra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar