Úr úr fjósinu

Atli Vigfússon

Úr úr fjósinu

Kaupa Í körfu

Loksins hefur hlýnað í veðri í Þingeyjarsýslu eftir kaldan maímánuð og hafa frostnætur sjaldan verið fleiri. Það var því tími til kominn að komast út í gott veður, hreyfa sig og anda að sér fersku lofti. Þetta kunnu kýrnar á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu vel að meta, hlupu um allt, hnoðuðust og halar voru á lofti. Langt er síðan þær hafa verið úti við en eflaust þarf að bíða eitthvað eftir góðri beit þar sem gróður hefur mikið látið á sjá í vorkuldunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar