Páll Arason

Kristján Kristjánsson

Páll Arason

Kaupa Í körfu

POLLURINN við Akureyri var fullur af ís fyrir 90 árum, 2. júní 1915, daginn sem Páll Arason fæddist í gamla símstöðvarhúsinu við Hafnarstræti. Hann er sonur Ara Guðmundssonar bankamanns og fyrsta forseta Skáksambands Íslands og Dýrleifar Pálsdóttur saumakonu, en auk Páls eignuðust þau dótturina Guðnýju. Páll hleypti heimdraganum 17 ára gamall, fór til Reykjavíkur árið 1933 og vann m.a. við að breiða fisk og annað sem til féll. Hann lærði að gera við ritvélar og grammófóna og starfaði við það þar til hann fór að aka bíl fyrir Steindór Einarsson bílakóng. "Ég hef aldrei verið atvinnulaus og aldrei peningalaus," segir Páll og bætir við glottandi: Aldrei kvenmannslaus heldur, má segja frá því? MYNDATEXTI: Heimsborgari Páll Arason ferðamálafrömuður fagnar 90 ára afmæli í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar