Hrafnsungar merktir

Hrafnsungar merktir

Kaupa Í körfu

HRAFNAR eru gáfaðar skepnur og hænast oft að mannfólkinu. Í þjóðsögum segir oft frá spádómum hrafna og skemmtilegum samskiptum þeirra við mennina. Í gær heimsóttu nokkrir menn frá Fuglamerkingafélaginu hrafnslaup nokkurn, en það nefnast hrafnshreiður, rétt fyrir sunnan Hafnarfjörð í þeim tilgangi að merkja ungana. MYNDATEXTI: Foreldrarnir voru býsna óhressir og létu illa ungviði sínu til verndar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar