Voksne mennesker
Kaupa Í körfu
Eitt af því sem upp úr stendur í hinni bráðvel heppnuðu kvikmynd Dags Kára Péturssonar Voksne mennesker er frammistaða leikaranna. Dagur Kári hafði áður sýnt það, bæði í stuttmyndum sínum og Nóa albínóa, að hann er ansi naskur þegar að því kemur að finna réttu leikarana til að leika persónurnar sem hann hefur skapað. Nærtækast er að nefna því til stuðnings að hann svo að segja "uppgötvaði" Tómas Lemarquis er hann fól þessum svo til óreynda leikara hið vandasama hlutverk Nóa, og nú er Tómas við að hasla sér völl í Frakklandi sem leikari og mun m.a. fara með hlutverk í myndinni La Maison de Nina sem frumsýnd verður síðar á árinu. Leikaraliðið í Voksne mennesker er danskt og fara þrír ungir og upprennandi leikarar með veigamestu hlutverkin. Þetta eru þeir Jakob Cedergren og Nicolas Bro sem leika vinina, slæpingjann Daniel og fótboltadómarann Afa, og Tilly Scott Pedersen sem leikur Franc, afgreiðslustúlku í bakaríi sem þeir falla báðir fyrir. MYNDATEXTI: Dagur Kári, Nicolas Bro og Tilly Scott Pedersen við óvenjulegar aðstæður; umvafin skýjum klæddri Cannes.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir