Bæjarstjórar

Jim Smart

Bæjarstjórar

Kaupa Í körfu

MÖNNUM datt í hug að þetta væri nú svolítið sérstakt, þ.e. þrír bæjarstjórar með sama nafni," segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, en hann bauð til sín tveimur nöfnum sínum, þeim Gunnari Val Gíslasyni, bæjarstjóra sveitarfélagsins Álftaness, og Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðabæjar, í kaffi í hádeginu í gær. Gunnar sagði að þetta væri nú meira til gamans gert, að hittast, og kvaðst ekki halda að sérstakur félagsskapur Gunnara yrði búinn til. "Það getur þó vel verið að það verði haldið héraðsmót Gunnara," sagði Gunnar og hló. Hann segir að svo virðist sem Gunnarar séu að taka völdin víða og bendir á að formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar heiti einmitt Gunnar, en sá er Svavarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar