Sjómannadagur á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Sjómannadagur á Akureyri

Kaupa Í körfu

Þrír sjómenn á Akureyri voru heiðraðir á sjómannadaginn af Sjómannadagsráði Akureyrar, Pétur Kristjánsson, Hrafn Ingvason og Viðar Pétursson. Pétur var á mörgum skipum gegnum tíðina og starfaði líka mikið á sjómannadaginn í bænum; hefur t.d. séð um það um áratuga skeið að ræsa róðrarbátana. Hrafn, sem var í 30 ár á sjó en hætti formlega fyrir ári, var alla tíð Baader-maður; sá um fiskvinnsluvélar, bæði stillingar þeirra og viðhald. Viðar hætti sjómennsku fyrir skömmu eftir rúma fjóra áratugi, síðustu 15 árin var hann stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Frosta frá Grenivík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar