Íbúar Hrafnistu

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Íbúar Hrafnistu

Kaupa Í körfu

ALDURSMUNURINN á elsta og yngsta þátttakandanum í kvennahlaupi Hrafnistu í Hafnarfirði sem fram fór í gær var heil 91 ár, yngsti þátttakandinn var reyndar bara eins árs en sá elsti 92 ára. Alls tóku um 40 manns þátt í hlaupinu í gær, ef með er talið starfsfólk sem var til aðstoðar. Kvennahlaup Hrafnistu er eins konar undanfari hins eiginlega Kvennahlaups sem fram fer í dag. Sigurbjörg Gísladóttir var óumdeildur aldursforseti hlaupsins, og hefur hún tekið þátt í kvennahlaupinu á Hrafnistu öll þrjú árin sem það hefur verið haldið. Yngsti þátttakandinn var svo ekki hár í loftinu, en það var hin eins árs gamla Embla Guðmundsdóttir, sem svindlaði reyndar örlítið og fékk pabba sinn til að ýta sér í kerru. MYNDATEXTI: Sigurbjörg Gísladóttir fékk dygga aðstoð frá Helenu Björk Jónsdóttur íþróttakennara

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar