Viðurkenningar afhentar

Jim Smart

Viðurkenningar afhentar

Kaupa Í körfu

FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavíkur fékk starfsviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2004, sem afhent var með viðhöfn í Höfða á föstudag. Þetta er í áttunda sinn sem viðurkenningin er veitt. Gerður G. Óskarsdóttir tekur hér við viðurkenningarskjali úr hendi Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra. Hið nýja Menntasvið tók til starfa 1. júní sl. og lauk þá níu ára sögu Fræðslumiðstöðvarinnar sem tók til starfa þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna. Steinunn Valdís sagði það hafa verið mikla gæfu að fá Gerði til starfa sem forstöðumann. Með frumkvöðlahugsun hefði hún drifið með sér samstarfsfólk og skólastjórnendur og skapað skólastarf í grunnskólum Reykjavíkur sem hefði vakið athygli út fyrir landsteinana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar