Gylfi Zoëga
Kaupa Í körfu
NOKKRIR þekktustu hagfræðingar heims eru væntanlegir á alþjóðlega ráðstefnu um áhrif hækkaðs meðalaldurs þjóða á efnahagslíf þeirra undir yfirskriftinni "Höfum við efni á ellinni" sem haldin verður hér á landi daganna 16. og 17. júní. Þar á meðal eru tveir sem hlotið hafa Nóbelsverðlaunin í hagfræði nýlega, auk fjölda annarra sem standa mjög framarlega í fræðigreininni. Ráðstefnan er haldin á vegum viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands og Hagfræðistofnunar í samvinnu við sjálfstæða rannsóknastofnun við Columbia-háskóla í New York, sem heitir Center on Capitalism and Society. Stofnun þessi stendur að slíkum ráðstefnum árlega og var síðasta ráðstefnan haldin í New York-borg. Helsti hvatamaður þess að ráðstefnan skuli haldin hér á landi að þessu sinni er prófessor Edmund Phelps, heiðursdoktor viðskipta- og hagfræðideildar. Gylfi Zoëga, prófessor í Háskóla Íslands, sem unnið hefur að undirbúningi ráðstefnunnar, segir að á þeim sé alltaf tekið fyrir eitthvert tiltekið meginþema. Í ár sé það áhrif hækkaðs meðalaldurs á efnahagslíf þjóða innan OECD. Bandaríska MYNDATEXTI: Gylfi Zoëga prófessor með strákunum sínum, Einari, Gunnari og Tómasi, en þeir eru þríburar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir