Tíu harmonikuleikarar léku fyrir dansi

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tíu harmonikuleikarar léku fyrir dansi

Kaupa Í körfu

FÖSTUDAGAR eru harmonikudagar á Hrafnistu í Hafnarfirði, en þá koma þar saman harmonikuleikarar og leika fyrir dansi fyrir gesti og gangandi. Þessi hefð á dvalarheimilinu byrjaði smátt með einum harmonikuleikara sem fékk félaga sinn í lið með sér en eins og gjarnan vill verða vatt hún upp á sig, og nú eru þeir gjarnan í kringum 10 talsins sem stilla sig saman. Á föstudaginn höfðu svo saxófónleikari og trommuleikari bæst í hópinn til að halda uppi fjörinu sem var ósvikið enda sjálfsagt að skemmta sér við tónlist við öll tækifæri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar