Valsvöllur

Valsvöllur

Kaupa Í körfu

Knattspyrnufélagið Valur fagnaði sumrinu, komandi tíð breytinga og toppslagnum í Landsbankadeild karla á móti FH í gær með mikilli fjölskylduhátíð að Hlíðarenda. Þar var boðið upp á veitingar, leiktæki og tónlistaratriði auk annarra skemmtilegra uppákoma. Hátíðinni var einnig ætlað að kveðja gamla íþróttahús Vals við Hlíðarenda, en framkvæmdir hefjast nú þegar við ný íþróttamannvirki á svæðinu. MYNDATEXTI: "Allir saman nú" Formenn Vals í áranna rás tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum mannvirkjum félagsins að Hlíðarenda með sérstakri Valsaraskóflu undir orðum sr. Friðriks Friðrikssonar um drengskap og samheldni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar