Sæmdir fálkaorðunni
Kaupa Í körfu
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi 12 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við athöfn á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn. Þeir eru: 1.Dr. Bjarni Guðmundsson, prófessor, Hvanneyri, riddarakross fyrir landbúnaðarrannsóknir. 2.Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum, riddarakross fyrir störf að velferðarmálum unglinga. 3.Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður, Bretlandi, riddarakross fyrir íþróttaafrek. 4.Eyjólfur Sigurðsson, forseti Kiwanis International, Bandaríkjunum, riddarakross fyrir störf í þágu félagsmála á alþjóðavettvangi. 5.Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu lista og menningar. 6.Dr. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðingur, Bandaríkjunum, riddarakross fyrir vísindastörf. 7.Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu löggæslu og fíkniefnavarna. 8.Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Austfars, Seyðisfirði, riddarakross fyrir framlag til samgangna og ferðamála. 9.Leifur Breiðfjörð, listamaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til glerlistar. 10.Páll Samúelsson, stjórnarformaður Toyota, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar. 11.Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til heimildamyndagerðar. 12.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu sveitastjórnarmála.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir