Alnæmissamtökin

Sverrir Vilhelmsson

Alnæmissamtökin

Kaupa Í körfu

Síðasta vetur heimsóttu Alnæmissamtökin á Íslandi um 8.700 grunnskólabörn í 9. og 10. bekkjum 114 skóla á landinu þar sem samtökin voru með fræðslu- og forvarnarverkefni. Voru börnin frædd um hinar ýmsu hliðar alnæmis og annarra kynsjúkdóma. Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Alnæmissamtakanna á Íslandi, segir verkefnið vera einstakt á heimsmælikvarða því það hafi náð til svo margra barna í 9. og 10. bekk á landinu. MYNDATEXTI: Alnæmissamtökin greindu frá fræðslu- og forvarnaverkefni sínu í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Frá vinstri: Gunnlaugur Grétarsson fræðslufulltrúi, Ingi Rafn Hauksson, formaður Alnæmissamtakanna, Birna Þórðardóttir framkvæmdastjóri Alnæmissamtakanna, Haraldur Briem sóttvarnalæknir og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar