Jónsmessunótt

Sigurður Sigmundsson

Jónsmessunótt

Kaupa Í körfu

Þær voru makindalegar kýrnar í Miðfelli í Hrunamannahreppi þegar fréttaritari Morgunblaðsins var þar á ferð í morgunsárinu undir lok stystu nætur ársins. Fyrir þá sem forvitnir eru um hvað kýr hugsa má geta þess að nú fer senn að líða að því að kýrnar geti hafið upp raust sína, því nú í nótt var Jónsmessunótt og þykir hún ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins þegar talið er að kýr geti talað og selir farið úr hömum sínum svo eitthvað sé nefnt. Hinar þrjár næturnar eru jólanótt, nýársnótt og þrettándanótt. En kynngikraftur Jónsmessunætur birtist á ýmsa aðra vegu líka. Þannig á döggin að vera svo heilnæm að menn geta læknast af ýmsum kvillum holdsins við það eitt að velta sér í henni allsberir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar