Þristavinafélagið

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Þristavinafélagið

Kaupa Í körfu

LANDGRÆÐSLAN afhenti í gær Þristavinafélaginu DC-3 vélina Pál Sveinsson til umráða endurgjaldslaust. Tekur félagið að sér að sjá um að halda vélinni flughæfri og sinna áburðarflugi eftir nánara samkomulagi. Einnig verður vélin notuð til sýningahalds og mun hún t.d. taka þátt í flugsýningu í Duxford í Englandi um aðra helgi. Afhendingin fór fram í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli að viðstöddum fjölmörgum félögum í Þristavinafélaginu og gestum MYNDATEXTI: Fjölmargir félagar Þristavinafélagsins og aðrir gestir voru viðstaddir þegar Páll Sveinsson var afhentur félaginu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar