Fáskrúðsfjörður

Steinunn Ásmundsdóttir

Fáskrúðsfjörður

Kaupa Í körfu

VÉLSMIÐJAN Vélgæði ehf. á Fáskrúðsfirði var stofnuð fyrir fimm árum af þeim Ólafi Atla Sigurðssyni, Ólafi Níels Eiríkssyni og Högna Páli Harðarsyni. Fyrirtækið annast vélaviðgerðir, járnsmíði og pípulagnir, auk annarra verkefna. Vélgæði hafa töluvert unnið fyrir Límtré-Vírnet, sem flytur inn stálgrindarhús og hefur maður frá Vélgæðum séð um byggingarstjórn þónokkurra stálgrinda. Þá hefur mikið verið unnið fyrir Skeljung og Olíudreifingu, Vegagerð ríkisins og einstaklinga og fyrirtæki um allt Austurland. Vélgæði er þjónustuaðili fyrir Merkúr á Austurlandi. Hjá fyrirtækinu starfa nú sjö manns en starfsmannafjöldi er breytilegur eftir verkefnum. "Við finnum töluvert fyrir þenslunni hér" segir Ólafur Atli, framkvæmdastjóri fyrirtækisins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar