Ormurinn langi

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ormurinn langi

Kaupa Í körfu

STARFSMENN unglingavinnunnar í Hafnarfjarðarbæ rákust á undarlegt fyrirbæri við vinnu sína í gær við bátaskýlin í fjöru miðbæjarins. Það var Sævar Falk Hermundarson sem fann um 30 sentimetra langt dýr liggjandi á milli steina. Hann sagði að það hefði ekki hreyft sig mikið en dýrið er loðið og líkist helst risastórri margfætlu. Guðmundur Víðir Helgason sjávarlíffræðingur telur dýrið vera svokallaðan risaskera, en hann er frekar sjaldséður. Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningu á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að risaskeri telst til burstaorma og getur hann orðið fáeinir tugir sentimetra að lengd

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar