Tæknideild lögreglunnar

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Tæknideild lögreglunnar

Kaupa Í körfu

Sönnunargögn ljúga ekki, heldur staðfesta eða hrekja frásagnir af atburðum. Hlutverk tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík er að rýna í gögnin. Starfsmenn tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík geta lesið heilu sögurnar úr sönnunargögnum, hvort sem það eru fingraför eða fótspor, brunarústir eða blóðdropar. Áður fyrr vakti þetta starf ekki mikla athygli og enn er það að mestu unnið í kyrrþey. MYNDATEXTI: Í réttu ljósi Tæknideildarmenn við leit að blóði í jeppabifreið sem notuð var til að flytja lík. Í venjulegu ljósi sést ekkert grunsamlegt, en eftir að búið er að sprauta á bílinn sérstöku efni og lýsa með fjölbylgjuljósgjafa koma ummerkin í ljós. Farangursrýmið reyndist einnig hafa verið atað blóði, sem reynt hafði verið að þvo burt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar