Fluguveiðinámskeið á Klambratúni

Morgunblaðið/ÞÖK

Fluguveiðinámskeið á Klambratúni

Kaupa Í körfu

"ÞAÐ ER enginn fiskur á Klambratúni," kynni einhver að segja þegar honum yrði litið á þessa mynd. Sá hinn sami veit þá ekki sem er að það krefst mikillar þjálfunar að kasta flugu með góðu móti og þá er oft gott að nýta sér opin svæði á síðkvöldum. Klambratúnið er kjörinn staður fyrir æfingar af þessu tagi og þessir tveir menn nýttu sér blíðviðrið í gærkvöldi til hins ýtrasta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar