Hjalti Kristjánsson

Atli Vigfússon

Hjalti Kristjánsson

Kaupa Í körfu

Taðhlaðar við fjárhús eru ekki algeng sjón nú á dögum en taðið er að margra áliti ómissandi í reykhúsið á haustin. Það er mikil fyrirhöfn að stinga út, kljúfa, hlaða og hreykja, en taðið gefur gott reykbragð sem ekki má missa sín. Hjalti Kristjánsson, bóndi á Hjaltastöðum í Þingeyjarsveit, er einn þeirra manna sem hafa sauðfé sitt á taði. Hann leggur mikið upp úr því að hafa taðið vel verkað og er hverri taðskán vel raðað upp svo hún þorni sem best.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar