Bruni á Rauðarárstíg

Morgunblaðið/ÞÖK

Bruni á Rauðarárstíg

Kaupa Í körfu

ELDUR kom upp í eldhúsi í íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Rauðarárstíg um níuleytið í gærkvöldi. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var komið á vettvang skömmu síðar og fóru tveir reykkafarar inn í íbúðina en húsið var rýmt. Eldur logaði í eldhúsi íbúðarinnar en samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins gekk greiðlega að ráða niðurlögum hans. Engin meiðsl urðu á fólki en hins vegar urðu töluverðar skemmdir á íbúðinni vegna elds og reyks. Um tíuleytið höfðu slökkviliðsmenn gengið úr skugga um að frekari eldur leyndist ekki í íbúðinni og losað um eldhúsinnréttingu en ekki var vitað um eldsupptök.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar