Hjólað yfir hálendið

Eyþór Árnason

Hjólað yfir hálendið

Kaupa Í körfu

ÞRÍR góðhjartaðir hjólreiðakappar lögðu af stað frá Ingólfstorgi á hádegi í gær. Ætlun þeirra er að hjóla hálendisleiðina yfir Kjöl og það í einni lotu. Kapparnir eru Róbert Traustason, Arnaldur Birgir Konráðsson og Evert Víglundsson. Tilgangur ferðarinnar er að safna fé til styrktar ungri snót, Kolbrúnu Rós Erlingsdóttur. Hún er aðeins tveggja ára en á í erfiðri baráttu við krabbamein. Í september þarf Kolbrún að gangast undir beinmergsskiptaaðgerð í Svíþjóð. Þeim sem vilja styrkja Kolbrúnu Rós er bent á eftirfarandi reikningsnúmer: 0315-13-300882, kennitala 040902-2790.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar