Rússnesk herskip

Jim Smart

Rússnesk herskip

Kaupa Í körfu

RÚSSNESKU herskipin Levtsjenkó aðmíráll, sem er stórt kafbátavarnaskip, og olíubirgðaskipið Vjazma komu til Reykjavíkur í gær í vináttuheimsókn. Af því tilefni var tuttugu og einu fallbyssuskoti hleypt af í virðingarskyni við Ísland. Var þetta gert samkvæmt alþjóðahefðum er forseti Íslands, utanríkisráðherra Íslands og sendiherra Rússlands komu um borð í herskipin sem nú liggja við höfn í Reykjavík. Skip Landhelgisgæslunnar svöruðu með því að skjóta 21 skoti úr sínum fallbyssum. MYNDATEXTI: Skipverjar rússnesku herskipanna voru prúðbúnir í tilefni dagsins og sumir voru með myndavélar til þess að festa atburði dagsins á filmu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar