Hölt hóra útgáfutónleikar

Hölt hóra útgáfutónleikar

Kaupa Í körfu

HLJÓMSVEITIN Hölt hóra hélt útgáfutónleika á Grand Rokki á föstudaginn en ofurtilraunafúnksveitin Nortón sá um að hita upp mannskapinn og koma öllum í gír. Ekki er langt síðan Hölt hóra gaf út sex laga stuttskífu sem ber heitið Love me like you elskar mig, en á föstudaginn gerði sveitin upp sinn stutta feril og spilaði lög sem hafa verið viðriðin hana í gegnum tíðina. Hölt hóra hefur smám saman safnað um sig aðdáendahópi og var líklega enginn svikinn af tónleikunum á föstudaginn. MYNDATEXTI: Nortón hitaði tónleikagesti upp

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar