Skagamótið á Akranesi

Sigurður Elvar Þórólfsson

Skagamótið á Akranesi

Kaupa Í körfu

FRAMTÍÐIN er björt í íslensku íþróttalífi ef miðað er við þá baráttu og dugnað sem einkenndi ungu knattspyrnumennina sem tóku þátt í Skagamótinu sem lauk síðdegis í gær. Um 900 keppendur alls staðar af landinu tóku þátt á mótinu en þeir komu frá 22 félögum og voru á aldrinum 5-8 ára. Mótið hófst með skrúðgöngu í sannkölluðu slagviðri á föstudaginn en keppendur létu það ekki á sig fá og örkuðu frá Akratorgi og upp að íþróttasvæðinu við Jaðarsbakka þar sem mótið var sett með formlegum hætti MYNDATEXTI: Það voru mörg mörk skoruð á Akranesi um helgina og hér er einn úr liði ÍA sloppinn í gegnum vörn Ægis og gerir sig líklegan til þess að skora.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar