Unuhús í Grjótaþorpi

Þorkell Þorkelsson

Unuhús í Grjótaþorpi

Kaupa Í körfu

Unuhús er eitt þeirra gömlu húsa í Reykjavík sem hafa sál og vissan sjarma enda hafa merkir rithöfundar fjallað um það í verkum sínum. Sveinn Guðjónsson tók hús á Gesti Ólafssyni, arkitekt og skipulagsfræðingi, spjallaði við hann um byggingasögu hússins og rifjar upp gamlar frásagnir af lífinu í Unuhúsi. Það hvílir viss ljómi yfir gamla húsinu Garðastræti 15 í Reykjavík, Unuhúsi svokölluðu. Húsið er nefnt eftir Unu Gísladóttur (1855-1924), sem leigði þar út herbergi og hafði kostgangara og Erlendur sonur hennar eftir hennar dag. Una seldi fæði ódýrar og leigði herbergi lægra verði en aðrir hér í bæ. Þess vegna dróst einkum að húsi hennar fólk, sem lítil hafði auraráð eða hvergi átti þak yfir höfuðið. Húsið var líka þekkt aðsetur ungra skálda og listamanna á fyrstu áratugum 20. aldar og því má vel halda því fram að þar hafi verið eitt helsta menningarsetur landsins á sínum tíma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar