Umferðarslys í Húnaþingi

Karl Sigurgeirsson

Umferðarslys í Húnaþingi

Kaupa Í körfu

TVEIR flutningabílar rákust á við Vatnshorn í Húnaþingi eftir hádegið í gær með þeim afleiðingum að flytja varð annan ökumannanna á Landspítala - háskólasjúkrahús í Reykjavík. Hann slasaðist ekki alvarlega en gekkst undir aðgerð og mun þurfa að leggjast inn á bæklunarskurðdeild. Áreksturinn varð þegar annar flutningabíllinn ók fram úr fólksbíl með þeim afleiðingum að hann lenti framan á hinum bílnum. Í fyrrnefndum fólksbíl voru kona og barn en þau mun ekki hafa sakað. Bíll þeirra skemmdist hins vegar mikið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar