Áætlunarflug í 60 ár
Kaupa Í körfu
SEXTÍU ár eru liðin frá því reglulegt áætlunarflug milli Íslands og annarra landa hófst á vegum Flugfélags Íslands og var tímamótanna minnst við hátíðlega athöfn á Glasgow-flugvelli í gær. Á flugvellinum áttu stefnumót gamli Þristurinn Páll Sveinsson og Sóldís, sem er Boeing 757-þota Icelandair. Fyrsta áætlunarflugferðin var farin með Catalína-flugbáti Flugfélags Íslands sem síðar varð Flugleiðir og loks Icelandair, sumarið 1945. Flugstjóri var Jóhannes R. Snorrason. Með í för voru auk áhafnar fjórir farþegar og tveir hermenn. Sóldísi var í gær flogið aftur til Íslands en leið Þristsins lá til Hróarskeldu og þaðan til Kaupmannahafnar þar sem sambærileg dagskrá fer fram. Á myndinni veifa flugstjórar Sóldísar, Inga Lára Gylfadóttir og Páll Stefánsson, fánum Íslands og Skotlands áður en lagt var í hann heim á ný.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir