Nýr bátur til Ólafsvíkur
Kaupa Í körfu
NÝR bátur hefur bætzt við flota Ólafsvíkinga. Nafn þessa báts er Guðmundur Jensson SH 717 en hann leysir af hólmi eldri bát með sama nafni. Báturinn, sem keyptur var frá Hornafirði og hét áður Hvanney SF, hefur verið í breytingum í Stykkishólmi síðan í vetur. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á bátnum, hann var gerður út á troll af fyrri eigendum en nú hafa verið sett í hann snurvoðarspil og hann útbúinn til veiða með snurvoð og net. Segja má að skipt hafi verið um allt í bátnum fyrir aftan stýrishús og m.a. sett í hann snurvoðarspil og nýir toggálgar. Í brúnni var skipt um öll tæki. Það er útgerðarfyrirtækið Guðmundur sem gerir bátinn út en hann er 115 tonn að stærð og smíðaður á Seyðisfirði árið 1975. Hann var síðan lengdur og yfirbyggður árið 1988. Guðmund Jensson hinn eldri seldi fyrirtækið inn í Grundarfjörð þar sem hann hefur fengið það hlutverk að veiða sæbjúgu.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir