Haltur leiðir blindan

Haltur leiðir blindan

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Göngugarparnir Guðbrandur Einarsson og Bjarki Birgisson voru á ferð um Mývatnssveit um helgina og sækist gangan vel. Þeir voru við Hrossaborgarlind á Austurfjöllum þegar fréttamaður hitti þá á förnum vegi. Þá höfðu þeir gengið í 27 daga en áttu eftir 19 og láta engan bilbug á sér finna. Hafa þeir fengið meðgöngumenn á einstaka hlutum leiðarinnar til að fræðast um farinn veg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar