Bílbeltið á öxlinni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bílbeltið á öxlinni

Kaupa Í körfu

Bílbelti eru nauðsynleg öryggistæki í farartækjum nútímans. Hins vegar hefur ekki mörgum dottið í hug að nýta beltin í annað. Þá hugmynd fengu þó bandarísku hjónin Dana og Melanie Harvey í mars 1997 þegar þau voru að koma bílbeltum fyrir í gamla Buicknum sínum, árgerð '50. "Þá flaug okkur í hug að búa til tösku í stíl handa Melanie," segir eiginmaðurinn Dana stoltur á heimasíðu hjónanna, en viðskiptahugmyndin hefur nú undið upp á sig og er framleiðsla bílbeltataskna í ýmsum litum nú lifibrauð þeirra hjóna. Taskan á myndinni fékkst í verslun í Brooklyn og kostaði um 80 dali, en henni fylgir lyklakippa í stíl. Seatbeltbag er nú skrásett vörumerki og Harvey-hjónin eiga einkaleyfi á framleiðslunni. Sjá nánar á www.seatbeltbag.com.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar