Rekaviður

Þorkell Þorkelsson

Rekaviður

Kaupa Í körfu

Minna rekur nú af viði en gerði á árum áður. Þá þótti góð rekafjara gulls ígildi. Einnig hefur dregið úr nytjum á rekaviði í áranna rás. Rekaviðurinn hefur víða verið notaður, m.a. í girðingarstaura og til húsbygginga. Enn má víða sjá rekaviðarhlaða á fjörukömbum þegar ekið er norður Strandir. Borgarbörnum þykir sumum gaman að stökkva yfir rekaviðardrumbana, sem skreyta landslagið með sérkennilegum hætti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar