KR - Keflavík 1:3

Þorkell Þorkelsson

KR - Keflavík 1:3

Kaupa Í körfu

HELDUR fámennt var á áhorfendapöllunum þegar blásið var til leiks á KR-vellinum í gærkvöldi en KR-ingar tóku á móti Keflvíkingum í 12. umferð Landsbankadeildar karla og fækkaði meira í síðari hálfleik. Heimamenn náðu forystunni um miðjan fyrri hálfleik en lánið lék ekki við þá og áður en yfir lauk höfðu Keflvíkingar skorað þrjú mörk, lokastaðan 1:3. Með sigrinum komst Suðurnesjaliðið upp í þriðja sæti deildarinnar en KR-ingar sitja hins vegar enn í sjötta sæti með þrettán stig. Þetta var jafnframt fjórða tap KR-inga á heimavelli í röð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar