Heimili Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Heimili Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu

Kaupa Í körfu

Af öllum furðulegum og frumlegum húsum á Íslandi er húsið að Laugarnestanga 65 án efa í hópi hinna sérkennilegustu. Eigandinn, Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður, er enda þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir og síst verður um hann sagt að hann bindi bagga sína sömu hnútum og samferðarmennirnir. Húsið og innbú þess ber vott um afar sérstæðan smekk, svo ekki sé meira sagt. Hér ægir saman ólíklegustu hlutum, í bland við kostulega innréttingu og óvenjulegt hugmyndaflug, en ef til vill má lesa út úr þessu öllu ákveðna sérvisku eigandans. Víst er að ekki er öllum gefið að láta sér detta svona nokkuð í hug og sjálfsagt eru þeir ekki margir sem geta búið í húsi sem þessu. MYNDATEXTI: Borðstofuskálinn er bjartur með útsýni vestur til borgarinnar og út á Flóann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar